Leiksvæði

Útisvæði

Beint fyrir utan litla kaffieldhúsið í leikskólanum er lítill afgirtur garður fyrir yngri börnin með sandkassa, litlu leiktæki og borðum sem við borðum síðdegisbita við í góðum veðrum. Stærra leiksvæðið okkar hefur sandsvæði, útieldhús fyrir leik, rólur, rennibraut, drumba til að klifra á, lítinn leikkofa með borði og drumbum til að sitja á fyrir utan. Fyrir utan náttúruna sem er jú allt um kring og stanslaus uppspretta hins frjálsa leiks.