Húsnæði

Hús og lóð

Húsnæði leikskólans er 139,5 fm og þar af er 80 fm leiksvæði. Lóðin sem starfsemin hefur til afnota er u.þ.b. 10 hektarar. Leikskólinn deilir eldhúsi og útisvæði með Waldorfgrunnskólanum. Leikskólinn hefur einnig aðgang að annarri aðstöðu til dæmis tálgunarkofa, skemmu, sal og fundaraðstöðu.

Aðalrýmin

Stofurnar á Yl eru tvær, þær eru aðskildar með tveim stórum hurðum, sem hægt er að opna og hafa eitt stórt leikrými þegar það hentar. Inn af einni stofunni er lítið kaffieldhús sem er einnig nýtt sem fundaraðstaða kennara, skrifstofa og geymsla. Hægt er að ganga út í afgirta garðinn frá eldhúsinu.