Waldorfkennarinn



Markmið
Grundvallarmarkmið Waldorfleikskólans Yls er að hvert einstakt barn þroski með sér sérkenni sín og einstaklingseðli í félagslegu samneyti. Hvert barn þarf að upplifa að það sé séð, elskað og virt. Waldorfleikskólakennarinn þarf að hafa hafa mikla yfirsýn, innsæi og skilning. Hann þarf að hlúa að hverju barni af ástúð og kærleika, virða persónuleg einkenni þess og styðja við og hvetja hvert barn. Að sama skapi þarf hann líka að vera ramminn. Ala upp, gefa ramma, góðar reglur og strúktúr. Kenna börnunum að vera í samfélagi.
Kennarinn
Þeir leikskólakennarar sem sjá um daglega umönnun barnanna eru ábyrgir fyrir daglegri framkvæmd uppeldisfræðinnar. Mikilvægt er að leikskólakennarinn sé í stöðugri endurnýjun og þroski sína fagvitund, íhugi dagleg samskipti og upplifanir af börnunum til að dýpka skilning sinn og þekkingu á manneskjunni. Waldorfleikskólakennarinn verður að vera sveigjanlegur og skapandi í starfi. Leikskólinn á að vera í skapandi ferli vegna þess að þar mætast ólíkir einstaklingar sem móta á lifandi hátt fjölbreytileika hópsins