Umhverfið

Hlýlegt umhverfi

Umhverfið hefur áhrif á líðan barnsins. Hér á Yl sköpum við heimilislegt, notalegt og traust umhverfi fyrir börnin, umhverfi sem hlífir þeim fyrir ytra áreiti og síbilju. Veggirnir eru málaðir í hlýlegum og mildum litum, húsgögn og annar búnaður er úr náttúrulegum efnivið. Gólfrými er nægilegt og borð og stólar eru viðráðanleg þannig að hægt sé að nota þau í leikinn. Öll aðstaðan þarf að vera sveigjanleg til að sköpunarkraftar barnanna laðist fram og fái að njóta sín.

Árstíðarborðin

Árstíðarborðin í leikskólanum skipa öndvegi, en þau eru við inngang beggja stofanna. Þau eru fallega skreytt munum er tengjast árstímanum og bera börnin mikla lotningu fyrir því. Oft finna börnin fallega hluti; steina, blóm, fjöður eða aðrar gersemar sem þau nota til að skreyta árstíðarborðið með af mikilli umhyggju. Það veldur alltaf mikla eftirtekt og gleði þegar borðið hefur breyst. Þegar kominn er tími á að breyta því gerir leikskólakennararnir það eftir að börnin eru farin heim. Árstíðaborðið er einn af fáum stöðum sem börnin mega ekki snerta, nema með leyfi kennara, og eykur það á lotninguna fyrir því.

Náttúran

Útiaðstaðan okkar er nátengd náttúrunni  og er börnunum óþrjótandi efniviður í leik og starfi. Þau klöngrast yfir mela og móa, holt og hæðir , týna blóm, gera bú, kíkja á hænurnar, krumma eða köttinn. Við erum umvafin höfuskepnunum fjórum og náttúruvættunum. Við kveikjum eld, eldum á hlóðum, leikum í regnvatninum, erum út í öllum veðrum og vindum, ræktum í grænmetisgarðinum okkar, drullumöllum o.frv. Næg tækifæri eru til að örva og styrkja sköpunargleði og líkamsfærni barnanna.