Efniviður
Í Waldorfleikskólanum Yl eru leikföng fá og einföld. Þau eru eingöngu úr náttúrulegum efnivið s.s trékubbar, leikteppi úr bómull og silki, könglar, steinar, leikföng úr ull. Efniviðurinn hentar vel til að miðla gæða skynupplifunum hvað varðar þyngd, hljóm, lit, yfirborðsáferð o.fl. þar sem þau eru úr náttúrulegu efni. Leikföng sem í einfaldleika sínum þjóna meira en einum tilgangi og geta táknað hvað sem er eftir því sem verið er að leika hverju sinni örva ímyndunarafl barnsins. Á Yl eru einungis leikföng sem tala til skynfæra barnanna, örva fegurðarskyn og hvetja til sköpunar og skemmtilegs leiks.