Rútan
Leikskólinn hefur skólarútu til umráða sem ferjar börnin í leikskólann. Hún er einnig notuð fyrir yngstu bekki skólans. Börnin eiga föst sæti i rútunni sem ákveðin eru af starfsfólki. Tveir starfsmenn eru í rútunni auk bílstjóra, kennari úr skólanum og leikskólastarfsmaður. Rútan leggur af stað frá planinu við Kjarvalsstaði kl. 08:00 á morgnanna. Ein stoppistöð er á leiðinni, við Fylkishúsið við Rauðavatn.
Tímarnir
Rútutímarnir eru eins og hér segir:
Kjarvalsstaðir 08:00 | Lækjarbotnar 14:30
Rauðavatn 08:25 | Rauðavatn 14:40
Lækjarbotnar 08:40 | Kjarvalsstaðir 15:05