Praktískar upplýsingar

Um Yl

Waldorfleikskólinn Ylur var stofnaður í desember 1990. Ylur er til húsa í Lækjarbotnum við Suðurlandsveg ásamt Waldorfskólanum í Lækjarbotnum. Leikskólinn er einnar deildar leikskóli með 16 stöðugildi og þrjá starfsmenn.

Húsnæði

Húsnæði leikskólans er 139,5 fm og þar af er 80 fm leiksvæði. Lóðin sem starfsemin hefur til afnota er u.þ.b. 10 hektarar. Leikskólinn deilir eldhúsi og útisvæði með grunnskólanum. Leikskólinn hefur einnig aðgang að annarri aðstöðu til dæmis tálgunarkofa, skemmu, sal og fundaraðstöðu.

 

Stofurnar á Yl eru tvær, þær eru aðskildar með tveim stórum hurðum, sem hægt er að opna og hafa eitt stórt leikrými þegar það hentar. Inn af einni stofunni er lítið kaffieldhús sem er einnig nýtt sem fundaraðstaða kennara, skrifstofa og geymsla. Hægt er að ganga út í afgirta garðinn frá eldhúsinu.

Leiksvæði

Beint fyrir utan litla kaffieldhúsið er lítill afgirtur garður fyrir yngri börnin með sandkassa, leiktæki og borðum sem við borðum síðdegisbita við í góðum veðrum. Stærra leiksvæðið okkar hefur sandsvæði, útieldhús fyrir leik, rólur, rennibraut, drumba til að klifra á, leikkofa með borði og drumbum til að sitja á fyrir utan. Fyrir utan náttúruna sem er allt um kring og stanslaus uppspretta hins frjálsa leiks.

Leikskólarútan

Leikskólinn hefur skólarútu til umráða sem ferjar börnin í leikskólann. Hún er einnig notuð fyrir yngstu bekki skólans. Börnin eiga föst sæti i rútunni sem ákveðin eru af starfsfólki. Tveir starfsmenn eru í rútunni auk bílstjóra, kennari úr skólanum og leikskólastarfsmaður. Rútan leggur af stað frá planinu við Kjarvalsstaði kl. 08:00 á morgnanna. Ein stoppistöð er á leiðinni, við Fylkishúsið við Rauðavatn.
Rútutímarnir eru eins og hér segir:

Kjarvalsstaðir 08:00     | Lækjarbotnar  14:30

Rauðavatn 08:25            | Rauðavatn 14:40

Lækjarbotnar 08:40      | Kjarvalsstaðir 15:05