Uppeldi fyrstu ár barnsins
Áður en foreldrar sækja um pláss fyrir barnið/börnin sín í Waldorfleikskólanum Yl viljum við að foreldrar lesi heftið: Uppeldi fyrstu ár barnsins, eftir Elisabeth M. Grunelius (þýðing er í vinnslu). Þar má lesa um uppeldisfræðina sem við styjumst við, mikilvægt er að foreldrar hafi innsýn inn í hana áður en sótt er um leikskólapláss. Við viljum að foreldrar sjái leikskólann sem stað þar sem barnið fær bestu mögulegu aðstæður, fyrir utan heimilið sitt, til að vaxa, dafna og þroskast eðlilega en ekki einungis sem vistunarúrræði. Leikskólinn er opinn virka daga frá 8 – 15, lokað er í dymbilviku og milli jóla og nýárs.
Samvinna
Foreldrar eru mikilvægasta fólkið í veröld barna sinna og þeir hafa aðalhlutverkið við uppeldið. Gott er að barnið upplifi að heimur þess sé heill og að brú myndist á milli leikskóla og heimilis, því leggjum við upp með að á Yl er mikil samvinna heimilis og skóla. Með því að hafa barnið sitt á Yl eru foreldrar að segja já við virkri þátttöku í leikskólalífi barnsins.
Virk þátttaka foreldra
Tvisvar á ári, á vinnudegi Yls hittumst við öll saman; kennarar, foreldrar og börn, þar sem við dyttum að leikskólanum eða útisvæðinu í sameiningu. Þrifin um helgar sjá foreldrar um, en allar fjölskyldur fá 2-3 helgarþrif á önn. Sömuleiðis taka foreldrar þátt í jólabasarnum okkar, en við steypum bývaxkerti hvert ár til að selja á basarnum. Foreldrar mæta einnig á nokkrar hátíðir yfir árið. Þessi samvinna gerir það að verkum að barnið upplifir heiminn sinn heilann. Það að allir í nánasta umhverfi þess vinni saman að velferð þess veitir barni gleði og öryggi.