Á mánudögum er farið í vettvangsferðir og gjarnan er dvalið úti við allan daginn. Farið er á mismunandi staði, í skógarrjóður og kveikt bál, upp í fjallshlíðar að týna ber, að Litlalæk að leika með greinar eða út að gera snjóhús og snjókarl o.fl.
Ef nægilega hlýtt er til þess að snæða úti er það gert. Allir koma með nesti á mánudögum og aldrei er nestið borðað betur en úti. Hlé er tekið á vettvangsferðunum yfir dimmasta vetrartímann en hefðin á mánudögum er að koma að eins mikilli útiveru og hægt er.