Ævintýri

Sögumaður og hlustandi

Ævintýrið á sér fastan sess í deginum. Leikskólakennarinn hefur lært það utan að og segir börnunum frá í stað þess að lesa upp úr bók. Þetta gerir það að verkum að bæði barninu og hinum fullorðna gefst tækifæri á að skapa sínar eigin innri myndir um leið og sagan er sögð og tengsl verða nánari á milli sögumanns og hlustanda.

Endurtekning

Stundum er ævintýrið sagt með brúðum eða börnin fá að leika það sjálf eftir að hafa heyrt það t.d. í eina viku. Sama ævintýrið er sagt í 1-2 vikur í senn, jafnvel lengur. Með endurtekningunni getur barnið tileinkað sér ævintýrið og fundið til öryggis og eftirvæntingargleði þar sem atburðarrásin er sú sama.

Innblástur

Ævintýrið er mikill innblástur í leik barnanna og í frjálsa leiknum heldur það áfram að lifa. Þar verður það að áþreyfanlegu verkefni þar sem börnin fá, út frá sínum eigin forsendum, gott tækifæri til að vinna úr þeim áhrifum sem þau hafa orðið fyrir. Í leiðinni þjálfa þau félagsþroska sinn, læra að skipuleggja sig, þjálfa minnið og orðaforðann og margt fleira.

Siðferðisvitund

Í hverju ævintýri er að finna djúptækan sannleika um lífið, baráttu milli góðs og ills. Barninu gefast rík tækifæri til að þroska með sér siðferðisvitund, þykja vænt um það góða og fagra og hafa andstyggð á því sem rangt er. Áhersla er lögð á upprunalega útgáfu ævintýranna s.s. Grímsævintýri, norskar og íslenskar þjóðsögur. Vöndum við valið því mikilvægt er að ævintýrin hafi góðan endi og að átökin í þeim henti þeim aldurshóp sem við höfum. Lesa má meira um hlutverk ævintýranna í ársskýrslu leikskólans.

Hér er dæmi um eitt vetrarævintýri. Þið getið sjálf reynt að finna út hvaða boðskapur er dulinn í því: Hérinn og gulrótin.