Dagurinn

Dagarnir á Yl eru fjölbreyttir, þeir eru fullir af lífi og gleði, leik, vinnu, einbeitingu, dundi, ró eða fjöri.
býfluga á handabaki

Dagshrynjandi

Dagarnir á Yl eru fullir af lífi og gleði, leik, vinnu, einbeitingu, dundi, ró eða fjöri.

2aWaldorfleikskólakennarinn

Morgunhringur

Við byrjum daginn á að setjast á hlýja teppið okkar í kringum litla trédrumbinn í miðjunni. Á honum er kertið okkar auk einhvers hlutar sem minnir á árstíðina sem ríkir eða á hátíðina sem nálgast.

dagurinn

Frjáls leikur

Leikurinn er leið barnsins að tengjast veröldinni. Waldorfleikskólakennarinn hefur þá sýn á manneskjuna að hún sé alla ævina að mótast og þroskast, það er hin eðlilega leið.

litað um páskatímabilið

Myndsköpun

Myndsköpun á sinn sess í deginum. Eftir að búið er að taka til eftir frjálsa leikinn er hvíldarstund við borðin á meðan matarvagninn er sóttur og börnin fá næði til að sitja og teikna.

gardurinnrofur

Næring og borðhald

Börn og starfsfólk á Yl fá í hádeginu lífrænan grænmetismat eldaðan á staðnum. Komið er á móts við allar þarfir barnanna en hér erum við með nokkur vegan börn, sum eru mjólkurlaus og önnur glútenlaus.

hlutverkaleikur

Ævintýri

Ævintýrið á sér fastan sess í deginum, leikskólakennarinn hefur lært það utan að og segir börnunum frá í stað þess að lesa upp úr bók. Þetta gerir það að verkum að bæði barninu og hinum fullorðna gefst tækifæri á að skapa sínar eigin innri myndir um leið og sagan er sögð.