Skynjun

Umhverfið

Börn eru eins og eitt stórt skynfæri sem sjúga í sig öll þau ytri áhrif sem mæta þeim og geta ekki sjálf varið sig fyrir þeim. Því er svo mikilvægt að vera góð fyrirmynd. En umhverfið er líka mikilvægt. Við viljum bjóða börnum umhverfi og efnivið sem hefur jákvæð áhrif á líkamlegan, sálrænan og andlega þroska þeirra.

Efnisval

Börn eru sérstaklega næm á allt sem er ekta, hvort sem það er matur, leikföng eða eitthvað annað. Silki hefur t.d. svo sannarlega aðra eiginleika heldur en gerviefni og ull aðra en flísefni. Ef börn fá í æsku tækifæri til að upplifa ekta hluti búa þau að því alla tíð.

Waldorfdúkkan

Leitast er við að vera með leikföng sem tala til skynfæra barnanna, leikföng sem örva fegurðarskyn og hvetja til sköpunnar. Waldorfdúkkan er t.d. mjúk og hlý. Hún er úr ekta bómull og troðin með ull. Hún er falleg en andlitið er einfalt svo ímyndunarafli barnsins séu engin takmörk sett.