Fyrirmynd
Ekkert er litlu barni mikilvægara en að heimurinn sé góður, heill og fagur. Það hefur eðlislægt fullkomið traust til umheimsins. Á fyrsta æviskeiði þess, eða frá fæðingu til sjö ára aldurs, er barnið eftirhermuvera. Allt sem það skynjar og upplifir tekur það til sín og breytir í eiginleika og þekkingu með því að líkja, beint eða óbeint, eftir því sem það sér. Barnið líkir eftir vinnubrögðum okkar, raddstyrk, framkomu, meira að segja innra sálarástandi okkar. Það er því ljóst að hin fullorðna manneskja hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna sem fyrirmynd í lífi barnsins og ber mikla ábyrgð. Því það sem barnið upplifir lifir áfram með því.
Hversdagsleikinn
Í leikskólanum fæst uppalandinn við ýmis listræn og hagnýt störf sem nauðsynleg eru daglegu lífi. Hann er hlýr, jákvæður og léttlyndur. Hann kann að leysa vandamál. Hann er góð fyrirmynd. Að sjá og upplifa fullorðið fólk við vinnu gefur börnunum innblástur í leikinn. Sem dæmi um hverdagslegar athafnir waldorfleikskólakennarans má nefna: eldamennsku, handavinnu, viðgerðir á leikföngum, þrif, garðvinnu, aðstoð við leik og margt fleira. Sum börn vilja gjarnan hjálpa til meðan önnur leika sér þar hjá. Starfsfólk waldorfleikskóla leggja mikla meðvitund í það hvernig það hugsar um hvert annað, hvernig það talar saman sín á milli og hvenær það gerir það.