Stöðugleiki og endurtekning
Öll erum við rytmískar verur. Við finnum kannski ekki mikið fyrir því í hvunndeginum en við værum ekki hér ef við hættum að anda reglubundið inn og út og ef hjartað hætti að slá. Við búum líka í heimi sem hefur ákveðinn hrynjanda. Dagur og nótt, flóð og fjara, vetur, sumar, vor og haust.