Barnið

Það er mikilvægt fyrir börn að fá að herma eftir góðum fyrirmyndum og að lifa við stöðugleika og auðþekkjanlegan hrynjanda.
1a Fyrirmynd og eftirherma

Fyrirmynd og eftirherma

Barnið líkir eftir vinnubrögðum okkar, raddstyrk, framkomu, meira að segja innra sálarástandi okkar. Það er því ljóst að hin fullorðna manneskja hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna sem fyrirmynd í lífi barnsins og ber mikla ábyrgð.

1a Skynjun

Skynjun

Börn eru eins og eitt stórt skynfæri sem sjúga í sig öll þau ytri áhrif sem mæta þeim og geta ekki sjálf varið sig fyrir þeim. Því er svo mikilvægt að vera góð fyrirmynd. En umhverfið er líka mikilvægt. Við viljum bjóða börnum umhverfi og efnivið sem hefur jákvæð áhrif á líkamlegan, sálrænan og andlega þroska þeirra.

1a Stöðugleiki og endurtekning

Stöðugleiki og endurtekning

Öll erum við rytmískar verur. Við finnum kannski ekki mikið fyrir því í hvunndeginum en við værum ekki hér ef við hættum að anda reglubundið inn og út og ef hjartað hætti að slá. Við búum líka í heimi sem hefur ákveðinn hrynjanda. Dagur og nótt, flóð og fjara, vetur, sumar, vor og haust.