Hátíðir

Árshrynjandi birtist í hinum árstíðabundnu hátíðum. Hverja hátíð þarf að undirbúa vandlega og byggja upp eftirvæntingu fyrir því sem framundan er. Allt innra starf leikskólans byggir á og mótast af árstíðunum, hvaða söngvar eru sungnir, hvaða ævintýri eru sögð og hvaða verk liggja fyrir innandyra sem utan.

 

Hátíðirnar hvíla einnig á þessum grunni. Flestir þekkja hvað börn hlakka til jólanna, það er ekki síst vegna hrynjandans. Sömu hefðirnar, sömu lögin og ekki síst samveran. Þessa endurtekningargleði má sjá hjá öllum börnum sé því gefin gaumur. Því endurtekning er galdur.

 

Sömu eftirvæntingargleði má greina hjá börnunum í leikskólanum fyrir hátíðunum á Yl. Þegar farið er að dunda við luktirnar vita þau að luktarhátíðin er framundan og eftirvæntingin vex með hverju verki sem þarf að sinna við undirbúninginn. Hátíðir Yls eru margar.