Árstíðarborð

Árstíðarborðið skipar öndvegi í leikskólanum. Við inngang í báðar stofurnar eru borð sem skreytt eru með silki í litum sem einkennir hverja árstíð fyrir sig og á borðunum eru litlar brúður og eða dýr sem tengjast árstíðinni. Í janúar ríkir til að mynda vetur konungur á árstíðarborðinu ásamt silki í bláum og hvítum tónum.

 

Börnin bera mikla lotningu fyrir árstíðarborðinu og standa gjarnan í andakt að skoða það. Oft finna börnin fallega hluti; steina, blóm, fjöður eða aðrar gersemar sem þau nota til að skreyta árstíðarborðið með af mikilli umhyggju. Það veldur alltaf mikla eftirtekt og gleði þegar borðið hefur breyst.

Þegar kominn er tími á að breyta árstíðarborðinu gerir leikskólakennararnir það eftir að börnin eru farin heim. Börnin fá ekki að snerta borðin nema til að skreyta það með leyfi kennara.