Töskulisti

Almennt

Á mánudagsmorgnum koma börnin í skólann með úti- og aukaföt í tösku. Taskan fer alltaf heim á föstudögum, nema annað sé samið (þrátt fyrir að barnið hafi ekki mætt þann daginn).

Þrífa skal fötin hverja helgi, auk stóru töskunnar, fötin í pokunum yfirfarinn.

Ef barnið kemur heim með blaut föt í poka skal senda ný með þeim næsta dag.

Börnin þurfa að hafa sér rútuúlpu, húfu og skófatnað sem þau koma og fara í á hverjum degi.

Vinsamlegast hafið í huga að við sjáum um öll föt allra barna svo merkið allt mjög vel, ekki hafa of mörg föt, t.d. er óþarfi að hafa þrennar ullarpeysur.

Gott er að fara yfir öll föt á u.þ.b. fjögurra mánaða fresti þar sem börnin stækka hratt.

Köldu mánuðirnir

Töskulisti yfir köldu mánuðina:

  • útigalli (með teygju undir),
  • regnföt (með teygju undir),
  • stígvél,
  • kuldaskó,
  • lopapeysu.

Aukaföt í sér poka: Þrennar nærbuxur, nærbolur, þrenn sokkapör, bómullarpeysa, buxur.

Auka útiföt í sér poka: Tvennar húfur, þrjú pör af vettlingum, kragi og ullarsokkar.

Hlýju mánuðirnir

Töskulisti yfir hlýju mánuðina:

  • jakki,
  • léttar hlífðarbuxur,
  • regnföt,
  • stígvél,
  • strigaskó,
  • hlý peysa.

Aukaföt í sér poka: Þrennar nærbuxur, nærbolur, þrenn sokkapör, bómullarpeysa, buxur.

Auka útiföt í sér poka: Tvær léttar húfur/buff/sólhattar, þunnir vettlingar, léttur kragi.

Vinsamlegast merkið fötin vel, einnig aukafötin.