Vedikindi og fjarvistir

Tilkynning

Veikindi eða fjarveru þarf að tilkynna að morgni, svo við vitum hvaða börn verða þann daginn. Best er að senda okkur SMS skilaboð en einnig þarf að setja inn tilkynning á Námfús. Börnin verða að fá að vera hitalaus einn dag áður en þau mæta aftur í leikskólann.

 

Ef börnin eru illa sofin eða ekki fullfrísk af öðrum ástæðum ættu þau einnig að fá heimadag. Sjálfsagt er að taka heimadag ef barnið er illa upplagt, mikilvægt er þó að hafa í huga að ekki gera þetta of oft. Ef hrynjandi barna verður of óreglulegur fer leikskólalífið úr skorðum, börnin missa af og þau finna að þau eru úr takti miðað við hin börnin og verða vansælli. Best er því að taka frídaga á föstudögum ef þörf krefur.