Að vera foreldri á Yl

Hér fyrir neðan má lesa umsagnir foreldra um kosti Yls, tekið að hluta úr foreldrakönnun Yls skólaárið 2022-2023
Yfirskrift fyrstu sjö áranna í Waldorfuppeldisfræðinni er „Heimurinn er góður.“ Og það er hann á Yl svo sannarlega. Fegurðin, kærleikurinn og vinnugleðin sem umvefur barnið í þessum leikskóla er að spegla sig svo sýnilega í söng, leik og skapinu heima. Það hefur alltaf verið auðvelt að bera traust til dásamlegs starfsfólksins. Og þegar við förum að sofa um kvöldið og teljum upp allt kæra fólkið okkar sem er líka að fara sofa, má ekki gleyma leikskólavinunum og kennurunum, reyndar eru þau ákveðinn hluti af fjölskyldunni.

Mér finnst vel tekið á áhyggjuefnum foreldra og góð hlustun sem gerir það að verkum að gott er að leita til þeirra. Starfsfólk er eftirtektasamt og næmt á líðan barnanna og reiðubúin að veita ráð og stuðning eftir þörfum. Mikil hlýja einkennir starfið á Yl, bæði hvað umhverfi varðar sem og starfsfólk.
Stöðugleiki, endalaus ást, umhyggja og alúð við börnin!!! Skilningur á erfiðleikum og aðstæðum í lífinu, þroska skref og breytingar sem hjálpa barninu, hvatning til foreldra að gera enn meir/betur af því góða. Þið heyrið og sjáið hvert barn. Hlýja í öllu, alveg í minnstu smáatriði og metnaður í verkefnin sem þau reyna við=fegurð. Þau fá tækifæri til að læra og æfa samskipti stöðugt með mjúkri leiðsögn þegar þarf.
Caring and smiley staff.
The staff! You guys are doing such a great job taking care of our children and creating a space where we (our child and us parents) feel safe and happy. The sorroundings both indoor and outdoor are exceptional. I could not imagine a better place for my child.
Vandað starf og starfsfólk metnaðarfult í sínu starfi. Fallegt og eigulegt föndur sem barnið kemur með heim. Yndislegt umhverfi bæði úti og inni. Barnið vill alltaf fara í leikskólann og kemur ánægt heim það eru bestu meðmælin. Takk fyrir að vera svona yndislegar.
Staff, wood, cozy atmosphere, flow of the emotions, empathy.
Dásamlegt, hlýtt, hjartagott og faglegt starfsfólk sem ég treysti. Frelsi, náttúrutenging, heilbrigði, sakleysi er það sem ég finn í tengslum við leikinn inni og úti. Ég elska það að barnið mitt fái að leika í þessari náttúru, í öllu umhverfinu inni & úti, Í hlýju og umvefjandi andrúmslofti sem ég upplifi inni. Hreint og næringarríkt mataræði. Ég upplifi það að starfsfólkið sjái barnið mitt á dýptina, og allan barnahópinn í heild. Ég elska taktinn í leikskólanum og samhljóm hans við árstíðir og náttúru og hvernig það endurspeglast í þeirra leik og verkefnum. Ylur er eins og fallegt, hlýtt heimili, ólíkt mörgum leikskólum.
Hlýlegt fallegt umhverfi, bæði inni og úti, hlýlegt viðmót starfsfólks, lífrænt fæði og náttúrulegur efniviður. Hrynjandi og umhyggjan sem börnunum er sýnd og mer finnst barnið mitt spegla það annarsstaðar.
Virkilega fallegt og faglegt umhverfi, algjör ævintýra heimur og geggjað útisvæði. Yndislegt starfsfólk sem mætir manni með mikilli hlýju og hefur gífurlegan metnað fyrir starfi sínu lang lang besti leikskólinn ❤️
Frábært umhverfi og afskaplega vel tekið á vandamálum.