Fréttir

Waldorfuppeldisfræðin
Waldorfleikskólinn Ylur byggir á mannspeki Rudolfs Steiners,
í henni felst heildstæð sýn á manneskjuna.
Manneskjan er ekki einungis líkamleg
heldur einnig sálræn og andleg vera.
Út frá þeirri heildarsýn leitast leikskólakennarinn
við að skapa barninusem best skilyrði fyrir það,
til að takast á við framtíðarhlutverk samtímans
af dugnaði, kjarki, sjálfstæði og áhuga.
Um okkur

Morgunhringur
Börnin byrja daginn á að koma saman í rútu
á leikskólann, því erum við einstaklega heppin
að geta byrjað daginn saman í litlum morgunhring.
Við setjumst á hlýja teppið okkar
í kringum litla trédrumbinn í miðjunni.
Á honum er kertið okkar, auk þess hlutir
sem minnir á árstíðina sem ríkir
eða hátíðina sem nálgast.